Okkar verk

 

Verksvið okkar er vítt, allt frá hefðbundu múrverki , flísalögnum, Terrazzogólfum , marmarslípunum og yfirverkstjórn í stærri verkum.

 

Múrverk

Múrlína annast allt hefðbundið múrerk.Innanhúss er múrað beint á stein hlaðna veggi eða einangrun. Gólf eru ýmist lagt í með múr, anhydrit eða flotuð. Utanhúss er múrað beint á stein eða notuð múrkerfi þar sem þarf að einangra.

 

Flísar

Starfsmenn okkar eiga að baki margra ára reynslu í flísalögnum baðherbergi, gólf, stiga og veggi, úti sem inni.

Steiningar

Múrlína hefur verið leiðandi í steiningum síðustu áratugi bæði nýbygginga sem/og endursteiningar eldri húsa. Margir litamöguleikar eru í boði á marmarasalla en steiningarlím fæst í þremur grunnlitum, þ.e.a.s. gráu, hvítu og svörtu.

 

Terrazzo / Slípanir

Múrlína sérhæfir sig í steypu á Terrazzogólfum og Terrazzoborðplötum, steyptum samkvæmt óskum viðskiptavina okkar hverju sinni. Einnig pússum við upp eldri Terrazzogólf og gerum sem ný, hvort heldur sem er steinsteyputerrazzo, marmaraterrazzo eða flotterrazzo.

Arinsmíði

Múrlína hefur sérhæft sig í arinsmíði í gengum tíðina. Arinsmíði getur verðið margskonar, hefðbundin viðararinn, gasarinn eða kertaarinn.

 

Sérvinnsla

VIð sérsmíðum samkvæmt teikningum arkitekta eða óskum einstaklinga. Þar á meðal eru sérsteypt listaverk, borð, bekkir, vaskar, margskonar grjóthleðslur t.d. úr stuðlabergi og hrauni.

Viðhald

Múrlína tekur að sér viðhald bygginga, allt frá smáviðgerðum til brots og endursteypu, þar með taldar lekaviðgerðir. Við tökum að okkur heildarviðhald fasteigna þar með talið múrverk, smíðavinnu og málningarvinnu.

 

Mynstrusteypa

Múrlína hefur áralanga reynslu í niðurlögn og mótun mynstursteypu. Algengast er að hafa mynstursteypuna á bílaplönum og gangstígum. Boðið er upp á marga liti og form. Múrlína hefur unnið mynstursteypu í samvinnu við Steypustöðina í gegnum tíðina.